Skilmálar

Skilmálarnir eru samþykktir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.

Meðferð persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarstefnu UNICEF á Íslandi UNICEF á Íslandi vinnur að því að bæta hag barna um allan heim, og gerir það með ómetanlegum stuðningi fyrirtækja og einstaklinga hér á landi. Allt okkar starf byggir á trausti og því leggjum við mikla áherslu á að gæta upplýsinganna þinna með öruggum og ábyrgum hætti. Í persónuverndarstefnu okkar, sem hægt er að nálgast hér; https://www.unicef.is/personuvernd, má lesa um hvernig og hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Það getur komið fyrir að stefnan verði uppfærð svo við hvetjum þig til að kíkja á hana með reglulegu millibili. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi meðferð persónuupplýsinga hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í síma 562-6262, senda tölvupóst á unicef@unicef.is eða koma til okkar á skrifstofuna að Laugavegi 77. Skrifstofa UNICEF á Íslandi er opin alla virka daga á milli 9 og 16.

Í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum.

Mögulegt er að greiða með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Clearhouse og Quickpay.

Vefsíða sofnun.unicef.is, notar vefkökur (e.cookies). Viltu gera breytingar á samskiptum þínum við okkur? Við viljum að þú sért ánægð/ur með samskipti þín við okkur. Ef þú vilt breyta því hvernig þú heyrir frá okkur eða uppfæra upplýsingar um þig hvetjum við þig til að hafa samband. Með því að hafa samband við þjónustuverið okkar í síma 562-6262, senda tölvupóst á unicef@unicef.is eða koma til okkar á skrifstofuna að Laugavegi 77. Ef þú tilkynnir okkur að þú viljir ekki lengur heyra frá okkur í markaðslegum tilgangi skaltu hafa í huga að við gætum samt haft samband við þig vegna annarra atriða, svo sem vegna framlaga sem þú gefur UNICEF á Íslandi eða til að senda þér upplýsingar sem þú hefur óskað eftir.